Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps Ari Brynjólfsson skrifar 11. september 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira