Lögreglu grunar hvernig kílóin komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 14:36 Rannsókn lögreglu er í samráði við dönsk lögregluyfirvöld og tollstjóra. Myndin er úr safni, frá fyrri fíkniefnafundi. Tollstjóri Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23
Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17
Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20