Innlent

Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull.
Maðurinn játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. Vísir/Vilhelm
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 21 árs gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í fórum sínum sex kíló af hassi í bifreið sinni sem hann hugðist flytja til Reykjavíkur síðastliðið haust. 

Dómarinn í málinu ákvað að skilorðsbinda tíu mánuði af refsingunni haldi maðurinn skilorði.

Maðurinn játaði brotið við þingfestingu málsins og taldi dómarinn ekki ástæðu til að draga hana í efa. Dómarinn taldi sýnt að maðurinn hefði ekki verið skipuleggjandi og frumkvöðull að þessum brotum.

Hann var handtekinn þar sem hann var á vesturleið á Suðurlandsvegi um Mýrdalssand um klukkan 20 þann 7. nóvember. Hassið fannst við leit í bílnum og kannaðist maðurinn við að vera flytja en við að öðru leyti ekki skýra hvaðan efnin komu. Maðurinn var próflaus og undir áhrifum fíkniefna þegar hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×