Dauðbrá þegar sérsveitarmenn með riffla komu inn á staðinn Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 23:15 Ísak segir lögreglumenn hafa leitað á manninum í dyragættinni á Dubliners. Myndin er tekin af staðnum í kvöld. Vísir/Jói K. Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13