Tónleikarnir voru liður í upptökum á heimildamyndinni Let it be og þar má sjá uppnámið sem verður á götum Lundúnarborgar eftir að vegfarendur áttuðu sig á því hvað er um að vera. er svo sýnt þegar lögreglan kemur og bindur enda á tónleikana.
Bítlarnir léku fáein lög við þetta tækifæri: Get Back, Don't Let Me Down, I've Got a Feeling, One After 909, Dig a Pony, I've Got a Feeling, Don't Let Me Down og Get Back.
En, svo fór þó ekki. Þetta reyndust síðustu tónleikarnir. Hljómsveitin lagði svo upp laupana árið 1970, fjölmörgum aðdáendum um heim allan til mikillar hrellingar. Má segja að margir tónlistarunnendur hafi aldrei almennilega jafnað sig á því og enn er verið að ræða í þaula alla hugsanlega fleti á sögu þessarar frægustu og bestu rokkhljómsveitar allra tíma.