Sjá einnig: Bað um og fékk breytingar á reglugerð
Gamla reglugerðin fól í sér að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Í bréfi Kristjáns Loftssonar kom fram að fyrirtækið hefði þróað betri tækni við hvalskurðinn og var óskað eftir reglugerðarbreytingu í samræmi við það. Aðspurður segir ráðherrann þessi vinnubrögð ekki vera óeðlileg.
„Þetta var gert á síðasta ári og Fréttablaðið fjallaði um þetta þá. Ráðuneytin fá á hverjum degi fyrirspurnir og ábendingar um eitt og annað sem menn telja hvað megi betur fara. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hver sá aðili er og það er góð stjórnsýsla að fara yfir þessar athugasemdir og í þessu tilviki fóru sérfræðingar ráðuneytisins yfir þessar ábendingar. Sumt var tekið til greina. Öðru hafnað. Þetta var athugun sem sneri hvoru tveggja að matvælaöryggi og dýravelferð.“