Innlent

SAF ósátt við hvalveiðar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Þá gagnrýnir stjórn SAF þá niðurstöðu fyrrnefndrar skýrslu að "engar vísbendingar séu um að hvalveiðar hafi orðið til þess að margir hafi hætt við Íslandsferð“ og að "sennilega hafi hvalveiðar lítil áhrif á ferðamannastraum til landsins“.
Þá gagnrýnir stjórn SAF þá niðurstöðu fyrrnefndrar skýrslu að "engar vísbendingar séu um að hvalveiðar hafi orðið til þess að margir hafi hætt við Íslandsferð“ og að "sennilega hafi hvalveiðar lítil áhrif á ferðamannastraum til landsins“. Vísir/Vilhelm
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) lýsir í ályktun yfir vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Veiðar á langreyði hafi ekki verið sjálfbærar frá því að þær hófust á ný 2009 og reknar með tapi. Vísað er í skýrslu Hagfræðistofnunar þar sem fram kemur að útflutningstekjur vegna veiðanna hafi á þeim tíma numið að meðaltali 1,3 milljörðum króna á ári. Það sé lægri fjárhæð en ferðaþjónustan skapi á hverjum degi í gjaldeyristekjur.

Þá gagnrýnir stjórn SAF þá niðurstöðu fyrrnefndrar skýrslu að „engar vísbendingar séu um að hvalveiðar hafi orðið til þess að margir hafi hætt við Íslandsferð“ og að „sennilega hafi hvalveiðar lítil áhrif á ferðamannastraum til landsins“.

Í skýrslunni sem hafi átt að meta þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og ákvörðun ráðherra meðal annars byggt á hafi lítið sem ekkert tillit verið tekið til ferðaþjónustunnar. Stjórn SAF segir að byggja þurfi ákvarðanir á staðreyndum og gögnum en ekki tilfinningum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.