Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:51 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41