Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31