Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. september 2019 06:45 Bartosz Wojcik flutti til Íslands fyrir 10 árum og ætlaði aðeins að vera hér í eitt ár. Hann hefur starfað sem kokkur á ýmsum stöðum. Fréttablaðið/Valli „Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira