Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2019 12:30 Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira