Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 20:00 Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira