Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 21:00 Aarohi Pandit er 23 ára atvinnuflugmaður sem hyggst fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn. Vísir/Egill 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira