Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu Ari Brynjólfsson skrifar 14. september 2019 10:30 Einar hefur verið að prófa þetta hjól frá Go X og sýndi það fulltrúum borgarinnar í vikunni. Fréttablaðið „Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30
Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00