Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22
Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58