Nasistakrot í hermannakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 11:16 Skemmdarvargarnir krotuðu allskonar níðorð í kirkjugarðinum. epa/ ROB ENGELAAR Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru. Bretland Holland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru.
Bretland Holland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira