Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur en dauðafærin voru af skornum skammti. Markalaust í leikhléi.
Um miðjan síðari hálfleik komst íslenska liðið þó yfir. Falleg sending Alex Þórs Haukssonar sigldi þá í gegnum allan teiginn og endaði fjærhorninu á marki Tékka.
Okkar menn vörðu ekki forskotið lengi því um fimm mínútum síðar voru þeir gripnir í bólinu. Tékkar tóku hraða hornspyrnu og íslensku strákarnir voru steinsofandi. Þeir komu boltanum fljótt í teiginn á galopinn mann sem kláraði færið vel. Einbeitingarleysi sem kostaði liðið þetta mark.
Tékkar voru nær því að ná inn sigurmarki en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1. Strákarnir mæta svo Katar á mánudag.
Patrik Sigurður Gunnarsson, Brentford (Markvörður)
Alfons Sampsted, IFKNorrköping
Torfi Tímoteus Gunnarsson, KA
Axel Óskar Andrésson, Viking
Alex Þór Hauksson, Stjörnunni
Jón Dagur Þorsteinsson, Vendsyssel (Fyrirliði)
Hörður Ingi Gunnarsson, ÍA
Sveinn Aron Guðjohnsen, Ravenna
Willum Þór Willumsson, BateBorisov
Dagur Dan Þórhallsson, Mjolndalen
Kolbeinn Birgir Finnsson, Brentford
Aðrir í hópnum eru:
Elías Rafn Ólafsson, FCMidtjylland
Mikael NevilleAnderson, Excelsior
Ari Leifsson, Fylki
Kristófer Ingi Kristinsson, WillemII
Daníel Hafsteinsson, KA
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA
Jónatan Ingi Jónsson, FH
Brynjólfur Darri Willumsson, Breiðabliki
Hjalti Sigurðsson, KR