Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2019 20:15 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09
Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26
Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent