Einn handtekinn vegna innbrots í Gerðarsafn í nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 07:56 Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira