Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2019 19:30 Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira