Innlent

Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Herjólfur kemur inn til Landeyja í gærkvöldi.
Herjólfur kemur inn til Landeyja í gærkvöldi. Vísir/magnús hlynur
Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Ferjan hefur hlotið nafnið Herjólfur IV en Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyja og Ívari Torfasyni skipstjóra Herjólfs bar saman um það í gær að siglingin hefði gengið afar vel.

Fimmundruð farþegar voru um borð í Herjólfi í gærkvöldi. Skipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, um 30% fleiri en gamli Herjólfur.

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum og fangaði siglinguna á myndband, sem horfa má á í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við

Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.