Hvalirnir fljótlega á bak og burt þegar björgunarfólk bar að garði Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 23:40 Björgunarsveitir hafa áður þurft að grípa til aðgerða vegna grindhvala, síðast í Kolgrafafirði sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum. Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum.
Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28
Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12