Innlent

Makríl var mokað upp í Kefla­víkur­höfn í dag

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Makríll.
Makríll. Stöð 2

Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 

Makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega íár en talið er að hægt megi rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði.

„Undanfarin ár höfum við ekki verið byrjaðir áþessum tíma og þegar við höfum verið byrjaðir áþessum tíma, í samanburði við magnið sem er að veiðast núna er þetta mjög gott,“ segir Axel Helgason, smábátaeigandi á Sunnu Rós og formaður Landssambands smábátaeigenda

„Þetta eru tæp fimm tonn fráþvíí morgun fram að hádegi.“

Og það þarf ekki að fara langt eftir fisknum.

„Þetta er mjög skrítið, hann er mest hérna mjög nálægt landi, alveg með Reykjanesskaganum og út að Garði. Þetta eru svona þrír, fjórir blettir. Megnið af þessum fimm tonnum sem ég var að landa kom á einum stað, inni í Helguvíkurhöfn.

Axel segir að hluti makrílsins fari í beitu.

„Hann er mest lausfrystur og fer á hágæðamarkaði,“ segir Axel.

Hann var svo rokinn í næsta túr enda mokveiði. Það er líka nóg af makríl við höfnina og fólk mokaði upp afla.

Hvað hefurðu veitt marga fiska í dag?

„Um það bil 150, kannski 200. [Ég byrjaði að veiða] um klukkan ellefu,“ segir Robert James en hann var að veiða við höfnina. Hann bætti við að hann hygðist ekki eiga fiskinn sjálfur enda hafði hann verið að gefa hann allan daginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.