Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? BBI skrifar 29. júlí 2012 11:12 Mynd/vf.is Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti. Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21