Synjað um námu fyrir jólatré við Bláfjallaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:27 Í námunni var hluti stórmyndarinnar Noah tekinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira