Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:44 Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00