Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 15:45 Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar. Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni. Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni.
Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira