Ítrekað rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2019 12:45 Vík í Mýrdal. Vísir/Vilhelm Oddviti Mýrdalshrepps gagnrýnir Rarik vegna ítrekaðs rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi, sem sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins. Rafmagn hefur farið af svæðinu tvívegis á stuttum tíma, sem oddvitinn segir skapi mikil vandræði fyrir heimili og fyrirtæki. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps er langt frá því að vera sáttur við rafmagnsmál sveitarfélagsins enda gerist það oftar og oftar að það verði allt rafmagnslaust, stundum í allt að sólarhring. „Þetta er náttúrleg afleit staða fyrir einn fjölsóttasta ferðamannastað á Íslandi. Þarna eru flest hótel og gistiheimili fullbókuð og veitingastaðir og auðvitað bændur og það reiða sig allir á raftæki til að geta sinnt sínum rekstri. Það fara til dæmis allar þvottavélar í verkfall ef svona kemur upp á þannig að þessi staða er hreint afleit,“ segir Einar Freyr. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent stjórn RARIK áskoranir um bætt afhendingaröryggi rafmagns en fékk þau svör frá forstjóra fyrirtækisins að það varaafl sem til staðar sé viðunandi. Einar Freyr segir það alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. „Skilaboðin eru að ég vill að það verði komið á almennilegu varaafli núna strax í Vík til þess að þjónusta allan Mýrdalinn þegar að þetta kemur upp á. Það geta þau gert og haft hraðar hendur með og svo þarf að flýta lagningu rafstrengja í jörð. Þeir segja að það sé á fimm ára áætlun en það dugar ekki, það þarf að hraða því og ég á von á að við fáum fund með Rarik til þess að fara yfir þessi mál, segir Einar Freyr. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Oddviti Mýrdalshrepps gagnrýnir Rarik vegna ítrekaðs rafmagnsleysi í Mýrdalshreppi, sem sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins. Rafmagn hefur farið af svæðinu tvívegis á stuttum tíma, sem oddvitinn segir skapi mikil vandræði fyrir heimili og fyrirtæki. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps er langt frá því að vera sáttur við rafmagnsmál sveitarfélagsins enda gerist það oftar og oftar að það verði allt rafmagnslaust, stundum í allt að sólarhring. „Þetta er náttúrleg afleit staða fyrir einn fjölsóttasta ferðamannastað á Íslandi. Þarna eru flest hótel og gistiheimili fullbókuð og veitingastaðir og auðvitað bændur og það reiða sig allir á raftæki til að geta sinnt sínum rekstri. Það fara til dæmis allar þvottavélar í verkfall ef svona kemur upp á þannig að þessi staða er hreint afleit,“ segir Einar Freyr. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent stjórn RARIK áskoranir um bætt afhendingaröryggi rafmagns en fékk þau svör frá forstjóra fyrirtækisins að það varaafl sem til staðar sé viðunandi. Einar Freyr segir það alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. „Skilaboðin eru að ég vill að það verði komið á almennilegu varaafli núna strax í Vík til þess að þjónusta allan Mýrdalinn þegar að þetta kemur upp á. Það geta þau gert og haft hraðar hendur með og svo þarf að flýta lagningu rafstrengja í jörð. Þeir segja að það sé á fimm ára áætlun en það dugar ekki, það þarf að hraða því og ég á von á að við fáum fund með Rarik til þess að fara yfir þessi mál, segir Einar Freyr.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira