Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 07:00 Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar viðtökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira