Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2019 08:00 Umbreytingin átti sér stað á örfáum sekúndum Mynd/Skjáskot Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“ Húnaþing vestra Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“
Húnaþing vestra Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira