Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 22:55 Acosta vildi ekki svara því beint hvort hann sæi eftir ákvörðuninni um að fella ákæruna á hendur Epstein niður. AP/Alex Brandon Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði. Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði.
Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16