Sendi mynd af fyrrverandi í kynlífsathöfn á fjölskylduna og nýjan kærasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 08:00 Karlmaðurinn hótaði konunni að dreifa myndum af henni í kynlífsathöfn víðar. Getty Images Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum