Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:00 Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig. Skóla - og menntamál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig.
Skóla - og menntamál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira