Málflutningur fór fram í gær máli Samtaka atvinnulífsins (SA) gegn Eflingu stéttarfélagi fyrir Félagsdómi. SA höfðuðu mál gegn Eflingu vegna fyrirhugaðs verkfalls hreingerningafólks næstkomandi föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, er niðurstaða dómsins væntanleg á miðvikudaginn.
Bæði er þess krafist í kröfum SA að verkfallið verði dæmt ólögmætt og að Efling verði dæmd til að greiða sekt í ríkissjóð.
Spurður hvort hann hafi tilfinningu fyrir niðurstöðu dómsins segir Halldór í samtali við Fréttablaðið að samtökin myndu aldrei fara þessa leið ef þau væru ekki viss í sínu máli.
Í gær hófust atkvæðagreiðslur hjá Eflingu um frekari verkfallsaðgerðir hjá bæði starfsfólki hótela og hópbifreiða, þar með talið vagnstjóra Strætó. Atkvæðagreiðslunni lýkur næsta laugardag. Aðeins þeir sem verkföllin taka til hafa atkvæðisrétt.
Niðurstöðu að vænta á morgun

Tengdar fréttir

Meirihlutinn styður verkföll
Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur.

Sólveig segir atkvæðagreiðslu um verkfall gilda
Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun.

Sólveig segir ekkert geta kramið þær konur sem nú hafi fengið rödd í samfélaginu
Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku.