Meirihlutinn styður verkföll Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 06:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur styður fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins (SA). Tæpur þriðjungur er þeim andvígur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var unnin síðasta dag febrúar og fyrsta dag mars. 1.441 úr könnunarhópi fyrirtækisins svaraði, allt einstaklingar átján ára eða eldri. Svör þeirra voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu til að endurspegla sem best álit þjóðarinnar. Sem kunnugt er eru samningaviðræður félaganna við SA í hnút og hafa verið um nokkurt skeið. Ræstingafólk Eflingar samþykkti fyrir helgi, með afgerandi hætti, eins dags vinnustöðvun 8. mars. Álitamál er hins vegar hvort atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt eður ei og bíður það úrslausnar Félagsdóms. VR hyggur einnig á skæruverkföll í mánuðinum og boðað verður til allsherjarverkfalls í maí semjist ekki fyrir þann tíma. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um verkfallsaðgerðirnar sögðust tæp 56 prósent vera frekar eða mjög sammála aðgerðunum. Um einn af hverjum sjö var hvorki hlynntur né andvígur þeim og tæpur þriðjungur var andvígur. Aðgerðirnar njóta mests stuðnings á Reykjanesi, eða hjá um 73 prósentum íbúa. Næst á eftir fylgja íbúar Norðurlands og Austurlands með rúm 60 prósent. Sé litið til stuðnings eftir stjórnmálaflokkum mælist hann langminnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, aðeins fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Tveir af hverjum þremur eru þeim andvígir. Næstminnstur er stuðningurinn hjá Framsóknar- og Viðreisnarfólki, eða undir helmingi. Rúm 60 prósent Vinstri grænna eru þeim hlynnt en hjá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Pírötum mælist stuðningur á bilinu 70-80 prósent. Níutíu prósent þeirra sem kjósa flokka sem ekki eiga mann á þingi styðja aðgerðirnar. „Ég átti allt eins von á verri niðurstöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetningin á tillögum okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór segist finna fyrir gríðarlegum stuðningi og að hann eigi eftir að aukast þegar nær dregur. Ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. „Boðaðar aðgerðir núna eru umfangsminni en árið 2015. Ég held að það sé minna á milli en umræðan gefur til kynna. Síðast þurfti verkfallsboðun til að ná samningum og við vonum að hið sama gerist nú,“ segir Ragnar Þór. „Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem flestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar flugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Ríflega helmingur styður fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins (SA). Tæpur þriðjungur er þeim andvígur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var unnin síðasta dag febrúar og fyrsta dag mars. 1.441 úr könnunarhópi fyrirtækisins svaraði, allt einstaklingar átján ára eða eldri. Svör þeirra voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu til að endurspegla sem best álit þjóðarinnar. Sem kunnugt er eru samningaviðræður félaganna við SA í hnút og hafa verið um nokkurt skeið. Ræstingafólk Eflingar samþykkti fyrir helgi, með afgerandi hætti, eins dags vinnustöðvun 8. mars. Álitamál er hins vegar hvort atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt eður ei og bíður það úrslausnar Félagsdóms. VR hyggur einnig á skæruverkföll í mánuðinum og boðað verður til allsherjarverkfalls í maí semjist ekki fyrir þann tíma. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um verkfallsaðgerðirnar sögðust tæp 56 prósent vera frekar eða mjög sammála aðgerðunum. Um einn af hverjum sjö var hvorki hlynntur né andvígur þeim og tæpur þriðjungur var andvígur. Aðgerðirnar njóta mests stuðnings á Reykjanesi, eða hjá um 73 prósentum íbúa. Næst á eftir fylgja íbúar Norðurlands og Austurlands með rúm 60 prósent. Sé litið til stuðnings eftir stjórnmálaflokkum mælist hann langminnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, aðeins fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Tveir af hverjum þremur eru þeim andvígir. Næstminnstur er stuðningurinn hjá Framsóknar- og Viðreisnarfólki, eða undir helmingi. Rúm 60 prósent Vinstri grænna eru þeim hlynnt en hjá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Pírötum mælist stuðningur á bilinu 70-80 prósent. Níutíu prósent þeirra sem kjósa flokka sem ekki eiga mann á þingi styðja aðgerðirnar. „Ég átti allt eins von á verri niðurstöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetningin á tillögum okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór segist finna fyrir gríðarlegum stuðningi og að hann eigi eftir að aukast þegar nær dregur. Ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. „Boðaðar aðgerðir núna eru umfangsminni en árið 2015. Ég held að það sé minna á milli en umræðan gefur til kynna. Síðast þurfti verkfallsboðun til að ná samningum og við vonum að hið sama gerist nú,“ segir Ragnar Þór. „Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem flestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar flugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00
Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30