Sólveig segir ekkert geta kramið þær konur sem nú hafi fengið rödd í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 19:15 Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54