Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 12:27 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun óska eftir úttekt á viðskiptaháttum útgerða. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira