Barcelona hélt áfram för sinni að öðrum Spánarmeistaratitilinum í röð með eins marks sigri á Real Sociad í kvöld.
Fyrsta mark leiksins kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Clement Lenglet skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu Ousmane Dembele.
Á 62. mínútu náðu gestirnir að jafna leikinn. Mikel Merino átti frábæra stungusendingu inn á Juanmi sem kláraði færið. Gestirnir gátu hins vegar ekki fagnað lengi því aðeins tveimur mínútum seinna komust Börsungar aftur í forystu. Það gerði Jordi Alba með frábæru skoti úr teignum.
Fleiri urðu mörkin ekki, 2-1 sigur Barcelona í höfn.
Börsungar eru nú með níu stiga forskot á Atletico Madrid þegar fimm leikir eru eftir.
Alba tryggði Barcelona sigur
