YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 08:19 Emily Hartridge var 35 ára þegar hún lést. Getty/Jeff Spicer Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt. Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt.
Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira