„Ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 20:15 Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08
Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54