Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 12:44 Konan fannst látin í íbúð í Reykjavík að kvöldi 24. janúar 2018. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30
Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45