Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 16:10 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45