Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 11:18 Kveikt var á blysi á Austurvelli á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48