Jón Þór: Elín búin að vera frábær á árinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2019 21:09 „Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
„Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42