Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 19:54 Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira