Chelsea þurfti að sætta sig við jafntefli á Spáni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Valencia og Chelsea gerðu jafntefli í fjörugum leik í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Bæði lið þurftu sigur til þess að tryggja sig áfram upp úr riðlinum en eftir úrslit kvöldsins er enn allt opið í riðlinum.

Leikurinn var mikil skemmtun strax frá upphafi en mörkin létu þó standa á sér þar til á 40. mínútu að Carlos Soler braut ísinn fyrir heimamenn í Valencia.

Hann nýtti sér mistök í vörn Chelsea, þeim gekk illa að hreinsa eftir fyrigjöf og Soler kom boltanum í netið. Það tók Chelsea hins vegar aðeins mínútu að jafna metin.

Mateo Kovacic skoraði með laglegu langskoti upp við stöngina.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Chelsea kom boltanum í netið á ný eftir aðeins tíu mínútur í seinni hálfeik. Það mark var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

En myndbandsdómararnir ákváðu að skoða málið og eftir langan, langan umhugsunarfrest var markið dæmt gilt.

Valencia fékk vítaspyrnu á 65. mínútu eftir brot Jorginho en Kepa Arrizabalaga varði spyrnuna frá Daniel Parejo.

Bæði lið fengu færi til að bæta við og var það Valencia sem náði loks markinu þegar Daniel Wass skoraði á 82. mínútu.

Þannig lauk leiknum og eru bæði lið með 8 stig fyrir lokaumferð riðilsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira