Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 17:47 Uppfært: Bilun kom upp í myndstjórn og unnið er að viðgerð. Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. Við ræðum við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Við ræðum einnig við verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún segir hátt í fimmtán konur leita árlega til þeirra vegna vændis. Hún óttast að væg refsing kaupenda hafi mjög takmarkaðan fælingarmátt. Um tvö hundruð manns komu saman á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtöl þingmannanna á barnum, segir að sér hafi brugðið þegar hluti þeirra mætti aftur til starfa á Alþingi á dögunum. Við litum við á mótmælunum í dag. Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. Við ræðum við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um bankakerfið. Þá fylgjumst við með þegar átta bandarísk systkini voru skírð í Hallgrímskirkju í dag. Sóknarprestur segir það færast í aukana að erlendir ferðamenn leiti til kirkjunnar vegna ýmissa athafna, allt frá skírnum að brúðkaupum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Uppfært: Bilun kom upp í myndstjórn og unnið er að viðgerð. Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. Við ræðum við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Við ræðum einnig við verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún segir hátt í fimmtán konur leita árlega til þeirra vegna vændis. Hún óttast að væg refsing kaupenda hafi mjög takmarkaðan fælingarmátt. Um tvö hundruð manns komu saman á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtöl þingmannanna á barnum, segir að sér hafi brugðið þegar hluti þeirra mætti aftur til starfa á Alþingi á dögunum. Við litum við á mótmælunum í dag. Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. Við ræðum við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um bankakerfið. Þá fylgjumst við með þegar átta bandarísk systkini voru skírð í Hallgrímskirkju í dag. Sóknarprestur segir það færast í aukana að erlendir ferðamenn leiti til kirkjunnar vegna ýmissa athafna, allt frá skírnum að brúðkaupum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira