Þjóðaröryggisráðgjafi Trump: Munu bregðast við ef starfsmenn sendiráðsins í Venesúela verði beittir ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 19:15 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Manuel Balce Ceneta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13