Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2019 19:00 Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira