Innlent

Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð

Jakob Bjarnar skrifar
Björn Leví segir Ásmund huglausan og ómerkilegan mann.
Björn Leví segir Ásmund huglausan og ómerkilegan mann. visir/vilhelm

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vandar Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, ekki kveðjurnar í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu.

Vísir hefur fjallað um kvörtun Ásmundar til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví segir allan þennan gjörning sturlaðan og þingið í ruglinu. Hann snýr sér þá að Ásmundi og segir:

„Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ segir Björn Leví og bendir á orðabók Árnastofnunar sem skýrir orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður.

„Skilningsleysið gagnvart þeirri málsmeðferð sem var í þessu máli í forsætisnefnd og siðanefnd hér á landi hentar honum auðvitað gríðarlega vel. Það skilningsleysi er annað hvort einlægt, sem segir þá sitt um gáfur (eða skort á þeim) eða þá að það er viljandi, sem segir þá sitt um hans innri mann. Ég veit ekki hvort er verra, að vera svona heimskur eða vera svona vondur nema hvort tveggja sé.“

Björn Levís tekur skýrt fram að allt ofangreint segir hann að yfirlögðu ráði og án reiði. „Þetta eru ekki orð sem ég segi í einhverju reiðikasti, hamrandi á lyklaborðið. Þetta eru orð sem ég vel, vel og vandlega, til þess að lýsa skoðun minni á þessu máli frá upphafi og hingað til.“

Pistil Björns Levís má sjá hér neðar í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×